Fréttir

Skólaárið 2016-2017

Allt fyrirkomulag á efni Skerpu og fylgigögnum verður með sama svipuðu sniði og áður. Lausnir við verkefnabókum, lotupróf og lausnir við þeim er einungis útdeilt í tölvupósti, og við ítrekum nauðsyn þess að gæta þeirra vel. Önnur fylgigögn verða geymd á vefnum skerpa.forlagid.is, en nú ber svo við að vefurinn verður ekki læstur og mun ekki þurfa aðgangsorð og lykilorð. Excel-skjalið með einkunnaútreikningi er þó ekki hýst hér og verður sent í tölvupósti eins og lausnir.

Í leslistum og verkefnaskrám hefur talsvert verið vísað til bókarinnar Málfinnur en hana má nálgast hjá Málborg (malborg.is). Einnig er hægt að notast við aðrar handbækur.

Rafræn skjöl, þ.e. vatnsmerkt pdf-skjöl, verða í boði fyrir þá nemendur sem þurfa sérstaka úrlausn sinna mála en ofan á verð þeirra bóka leggst frá og með þessu hausti 1000 kr. umsýslugjald fyrir vatnsmerkinguna.

Við hlökkum til samvinnunnar í vetur og hikið ekki við að hafa samband ef eitthvað er.

Góðar kveðjur,
Oddný og Laufey

oddny@forlagid.is
laufey@forlagid.is