Skerpu fylgir sérstakur vefur sem skiptist í tvo hluta, kennarasíðu og nemendasíðu. Aðgangur þeim skjölum sem geymd eru á hvorum hluta fyrir sig er bundinn við aðgangsorð.
Kennarasíðan hefur að geyma margvísleg hjálpargögn fyrir kennara. Þar má meðal annars finna leslista og verkefnaskrár, glósur, kennsluleiðbeiningar, upprifjunarhefti, málfræðikver og bókmenntakver, próf og margt fleira.
Á nemendasíðunni eru meðal annars gagnvirk sjálfspróf, hugtakalistar og kennslukver í málfræði og ritun.