Verkefnabækur Skerpu

Verkefnabækur Skerpu
Uppbygging verkefnabóka allra árganganna er sú sama. Hver bók skiptist í 8 til 10 lotur og áætlaður vinnutími hverrar lotu er þrjár vikur. Hver lota hefst á markmiðum og glósum, það styður einstaklingsmiðað nám og eykur færni nemenda til að takast á við það. Síðan fylgja ýmiss konar verkefni úr öllum þáttum íslenskunnar sem gera nemendur að betri málnotendum á tímum tölvumálfars og hnignandi málvitundar. Mikil áhersla er lögð á að verkefnin reyni á rökhugsun, skilning og færni einstaklingsins til að skipuleggja nám sitt í nútíð og framtíð. Skipulagið auðveldar bráðgerum nemendum að fara hraðar í gegnum námið.