Um Skerpu

Skerpa – Vallaskólaleiðin er námsefni í íslensku fyrir 8.-10. bekk grunnskóla eftir þær Guðbjörgu Grímsdóttur, Guðbjörgu Dóru Sverrisdóttur og Kristjönu Hallgrímsdóttur. Námsefnið samanstendur af verkefnabókum fyrir hvern árgang og vef fyrir bæði nemendur og kennara.

Skerpa er nú notuð í fjölmörgum grunnskólum um allt land. 

Kennarar eru hvattir til að skrá netföngin sín inn á póstlista Skerpu svo þeir fái um hæl allar tilkynningar um nýtt efni inn á vef, kynningar o.fl. Það má gera með því að senda póst á netfangið laufey@forlagid.is.

Vefur Skerpu er unninn með styrk frá Þróunarsjóði námsgagna